Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. 12.2.2025 13:30
Skotflaugar féllu á Kænugarð Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. 12.2.2025 12:01
Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. 12.2.2025 10:48
Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Henry af Skalitz er loksins snúinn aftur, sjö árum síðan við hittum hann fyrst. Upprunalegi Kingdom Come: Deliverance, sem kom út árið 2018, er einn af mínum uppáhalds leikjum og KCD2 er svo sannarlega ekki að valda vonbrigðum. 12.2.2025 08:45
Óttast að átök verði að stóru stríði Uppreisnarmenn M23 hafa hótað því að gera árás á borgina Bukavu, höfuðborg Suður-Kivu héraðs í Austur-Kongó. Óttast er að átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem njóta stuðnings Rúanda, muni leiða til umfangsmikils stríðs. 11.2.2025 17:09
Gos geti hafist hvenær sem er Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur. 11.2.2025 15:06
Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni. 11.2.2025 14:29
Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja John Oliver heimsótti læriföður sinn Jon Stewart í The Daily Show í gærkvöldi. Þar hlakkaði mjög í hinum breska Oliver sem var mættur til að bjóða Bandaríkjamenn velkomna í hóp konungsríkja. 11.2.2025 12:31
Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum. 11.2.2025 10:50
Gráir fyrir járnum í GameTíví Strákarnir í GameTíví verða gráir fyrir járnum í kvöld. Fjölspilunarleikurinn ARMA Reforger, sem hægt er að lýsa sem hernaðarskotleik með raunverulegum blæ, verður spilaður í þaula. 10.2.2025 19:32