Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í basli með við­hald og við­gerðir á olíuvinnslum

Viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir hafa gert Rússum erfitt um vik með viðhald í olíuvinnslustöðvum og viðgerðir eftir drónaárásir Úkraínumanna. Skortur er á varahlutum og fyrirtæki sem geta framleitt og selt varahluti eru ekki rússnesk.

Um­fang mann­réttinda­brota í Haítí sagt fordæmalaust

Tugir þúsunda hafa flúið ofbeldið og átökin Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á undanförnum vikum. Glæpagengi stjórna stórum hlutum borgarinnar og hafa glæpamenn rænt, skemmt og brennt fyrirtæki, apótek og skóla.

Norð­menn líta til dróna og geimferða

Ríkisstjórn Noregs hefur tilkynnt ætlanir um að hætta eigi við að loka herstöðinni í Andøya, eins og til stóð. Þess í stað á að fara í umfangsmikla fjárfestingu þar og þróa herstöðina sérstaklega fyrir notkun langdrægra dróna í samstarfi við geimferðastöð sem verið er að setja á laggirnar þar.

Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón

Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar.

Tón­leika­höllin var nefnd sem mögu­legt skot­mark ISKP

Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland.

„Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.

Dragon's Dogma 2: Skemmti­legur en í senn ó­þolandi

Það er ansi margt sem mér finnst mjög gott við Dragon's Dogma 2. Sömuleiðis eru margar ákvarðanir sem hafa verið teknar við framleiðslu leiksins sem mér þykir vægast sagt undarlegar. Leikurinn er þó fyrst og fremst skemmtilegur, þegar hann er ekki óþolandi.

Bendla um­deilda rúss­neska sveit við Havana-heilkennið

Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu.

Íranar hóta hefndum gegn Ísrael

Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn.

Murdaugh dæmdur í fangelsi í þriðja sinn

Alex Murdaugh var í gær enn einu sinni dæmdur í fangelsi og líklega í síðasta sinn. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi fyrir að hafa stolið peningum af skjólstæðingum sínum og fyrirtæki en hann hafði þegar verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða eiginkonu sína og son.

Sjá meira