Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024

Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana.

„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“

Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu.

„Ein allra besta jóla­gjöfin“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið.

„Ég veit að þér mun sömu­leiðis líða vel hér“

Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum.

Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“

Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn.

Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise

Þekktur alþjóðlegur netglæpahópur er sagður hafa gert árás á kerfi upplýsingatækni Wise og tekið afrit af gögnum úr hluta kerfanna. Árásin er ekki sögð hafa haft áhrif á rekstur eða þjónustu Wise, þó hún sé alvarleg.

Sádar sagðir hafa sent fjórar við­varanir

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur og níu ára dreng og særa tugi manna með því að aka bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur í fangelsi. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm morð auk fjölda morðtilrauna og líkamsárása.

„Af­skap­lega ró­leg“ nótt hjá lög­reglu­mönnum

Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Skutu niður eigin her­þotu yfir Rauða­hafi

Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen.

Sjá meira