Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur staðið sig frábærlega með Inter síðan hún kom þangað á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Svo vel hefur hún spilað að Englandsmeistarar Chelsea eru meðal þeirra liða sem vilja fá markvörðinn í sínar raðir. 4.1.2025 08:00
Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Alls eru tíu beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag og kvöld. 4.1.2025 06:00
Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Andri Rafn Yeoman hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu um eitt ár. 3.1.2025 23:32
Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, gæti ekki verið spenntari fyrir nýju upphafi en á næsta keppnistímabili mun hann keppa fyrir hönd Ferrari. 3.1.2025 23:02
Ólafur Guðmundsson til Noregs Norska knattspyrnufélagið Álasund hefur staðfest kaup á varnarmanninum Ólafi Guðmundssyni. Hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins þar sem Davíð Snær Jóhannsson er þar fyrir. 3.1.2025 20:30
Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Talið er líklegast að heimaleikur Víkings gegn gríska félaginu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í knattspyrnu fari fram í höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn. 3.1.2025 20:01
Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Spánarmeistarar Real Madríd unnu heldur betur dramatískan 2-1 útisigur á Valencia í fyrsta leik liðsins árið 2025. Ekki nóg með að lenda marki undir heldur brenndu gestirnir frá Madríd af vítaspyrnu og voru orðnir manni færri þegar endurkoman hófst. 3.1.2025 19:30
Brazell ráðinn til Vals Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Christopher Brazell sem þjálfara 2. Flokks karla hjá félaginu ásamt því að hann mun sinna sérstöku afreksstarfi í elstu flokkum félagsins, bæði í karla og kvennaflokki. 3.1.2025 19:01
Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Stjörnuframherjinn Mohamed Salah hefur gefið út að núverandi tímabil verði hans síðasta með enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann má nú þegar semja við lið utan Bretlandseyja. 3.1.2025 17:50
Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar Caitlin Clark, ein þekktasta íþróttakona heims um þessar mundir, er harður aðdáandi tvöfaldra NFL-meistara Kansas City Chiefs. Hún tekur þó ekki í mál að fólk haldi hana aðeins halda með liðinu eftir gríðarlega velgengni undanfarin ár. 3.1.2025 07:00