fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Umræða starfsfólks oft óvægin og persónuleg en kúnstin að halda alltaf áfram

„Ég viðurkenni alveg að í lok sumars upplifði ég mig hálf örmagna og það gat verið freistandi hugsun að hætta bara við þetta allt saman. Því það að innleiða stefnu tekur verulega á og það geta komið upp tímar þar sem maður veltir fyrir sér hvort þetta er allt þess virði,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í viðtali þar sem við rýnum í það, hvað þarf til að vinnustaðir nái að innleiða stefnu þannig að raunverulegar breytingar eigi sér stað.

„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“

„Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi.

Góðir stjórnarhættir: Úttektarferlið tækifæri til að fá rýni og ábendingar

„Það er ekkert sjálfgefið að fyrirtæki fái þessar viðurkenningar. Til að teljast fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum þarf fyrst að standast ákveðna skoðun úttektaraðila,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands um fyrirmyndarfyrirtækin átján sem í vikunni hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt

„Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa.

Sjá meira