fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fögnum fjöl­breyti­leikanum: Pól­verjar flestir, síðan Lit­háar, síðan Ís­lendingar

„Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi.

Eiga ekki bara að vera Ís­lendingar í betur launuðu störfunum

„Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting.

„Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“

„Við búum á Þórsgötunni í húsi með fjórum íbúðum og erum þar öll nema dóttirin sem býr í Bandaríkjunum. Þar ætlum við að anda í eitt ár en ég skal alveg viðurkenna að það hefur bjargað okkur alveg sálfræðilega að geta verið svona saman fjölskyldan,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Nú er hægt að kúra og slappa af á morgnana

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir morgnana nokkuð rólegri nú en þegar börnin voru lítil og læti dagsins hófust við fyrsta hanagal. Í dag nýtur hún þess að horfa út um gluggann og fylgjast með barnabörnunum í leikskólanum.

„Karlarnir segja konur of reynslulausar“

„Karlarnir segja konur of reynslulausar og að þær þurfi að bíða. Vera þolinmóðar í svona tíu til fimmtán ár í viðbót, þá verði þetta komið,“ segir Ásta Dís Óladóttir prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

„Það er fátt skemmti­legra en að taka einn Tene dag“

Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum.

Sjá meira