Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hinn grunaði í Kjarnagötu enn í gæslu­varð­haldi

Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánuðar er enn í gæsluvarðhaldi og segir Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri að rannsókn málsins sé langt komin.

Fjöldi látinn eftir á­rásir á sýnagógu og kirkjur

Að minnsta kosti sex lögregluþjónar og einn prestur létust í skotárásum í tveimur borgum í Dagestan á sunnanverðu Rússlandi í dag. Árásarmenn hófu skothríð í sýnagógu, tveimur kirkjum og lögreglustöð.

Ekki alltaf hægt að endur­heimta öll gögn

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn.

Vefurinn kominn í loftið en ó­víst með blað morgun­dagsins

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er kominn aftur upp eftir að hafa legið niðri frá um fimmleytið í dag eftir stórfellda netárás sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs. Útsendingar hafa einnig legið niðri á K100. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri segir ekki til um hvort Morgunblaðið komi út á morgun.

Eldri borgarar mót­mæla gjald­töku

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál.

Lagði til breytingar á ræðu­höldum á sau­tjánda júní

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. 

Sjá meira