Leysir frá brandaraskjóðunni Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi. 2.7.2024 22:26
Íbúí í Holtunum smitaðist af hermannaveiki Íbúí í Vatnsholti í Reykjavík smitaðist af hermannaveiki og hefur heilbrigðiseftirlit borgarinnar gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu. 2.7.2024 21:38
Ákvörðun um refsingu Trump frestað Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Trump var sakfelldur í málinu í maí á þessu ári fyrir skjalafals vegna mútugreiðslna til klámmyndaleikkonu. 2.7.2024 20:13
Íslandsbankahúsið rústir einar Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi er rústir einar. Unnið hefur verið að niðurrifi hússins í rúma tvo mánuði. 2.7.2024 19:42
Hafnaði utanvegar í Vatnsskarði Slys varð á Norðurlandsvegi í Vatnsskarði í kvöld þegar jeppi hafnaði utanvegar. Þrír voru fluttir til aðhlynningar á Akureyri. 2.7.2024 19:18
Umræðan verði að vera málefnaleg Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. 2.7.2024 18:20
Orbán hyggst óvænt heimsækja Úkraínu Búist er við því að Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands heimsæki Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í vikunni. Orban hefur verið sá leiðtogi innan Evrópusambandsins sem hefur haft mestar efasemdir um fjárstuðning sambandsins við Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. 1.7.2024 23:50
Myndaveisla: Metfjöldi á opnunarhelgi Hjarta Hafnarfjarðar Fyrsta helgin tónlistahátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar fór fram síðustu helgi, áttunda árið sem að hátíðin er haldin. Uppselt var á tónleikana og milli fimm og sex þúsund manns mættu og hefur aldrei viðlíka fjöldi mætt á eina helgi, að sögn skipuleggjenda. 1.7.2024 23:31
Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. 1.7.2024 23:13
„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 1.7.2024 23:04