Ríkisstjórn ekki verið óvinsælli frá tíð Geirs Haarde Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er sú óvinsælasta frá því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde var við völd. Stuðningurinn við ríkisstjórnina hefur dalað jafnt og þétt undanfarna mánuði og mælist nú tæplega 28 prósent, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. 1.7.2024 21:13
Mál Yazans vekur athygli erlendra fjölmiðla Mál Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm sem búið er að ákveða að vísa úr landi, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla á borð við Al Jazeera. 1.7.2024 20:29
Stúlkur úr Listdansskóla Íslands hrepptu heimsmeistaratitil Hópur stúlkna út Listdansskóla Íslands hreppti heimsmeistaratitil á heimsmeistaramóti í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag. 1.7.2024 19:53
Tinna Brá og Ari Eldjárn færðu fertugsafmælið út á sjó Tinna Brá Baldvinsdóttir helt upp á fertugsafmæli sitt á laugardag. Fyrst á Reykjavík Röst, áður en gestum boðið út á höfn þar sem snekkja beið þeirra. Tinna Brá þakkar kærasta sínum Ara Eldjárn fyrir að gera afmælið ógleymanlegt. 1.7.2024 19:21
VG mælist enn úti af þingi og Samfylkingin dalar Vinstri græn mælast með 4 prósenta fylgi og fylgi Samfylkingarinnar dalar mest í nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Miðflokkurinn bætir mestu við fylgi sitt og mælist með 14,5 prósent fylgi. 1.7.2024 18:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1.7.2024 18:30
Guðmundur Elís í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. 1.7.2024 18:23
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18.6.2024 13:51
Sá sæng sína upp reidda Ekkert verður af hrefnuveiðum Þórs Steinars Lárussonar næsta árið sem hann hefur leyfi til að veiða hrefnur yfirleitt. Hann þarf leyfi til fleiri ára, annars óttast hann að brenna inni með allan kostnað. 18.6.2024 12:47
„Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu“ „Ég er komin með gjörsamlega nóg af þessu,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem vakið hefur athygli á bágri stöðu nýbakaðra foreldra. Hún kveðst hafa fengið ábendingar um gjaldþrot foreldra sem hafi tekið sér fæðingarorlof og spyr hvort það sé orðinn lúxus að fjölga sér. 18.6.2024 10:54