Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Leigufélag aldraðra og Brák íbúðafélag hafa komist að samkomulagi um að Brák kaupi öll þrjú fjölbýlishús Leigufélags aldraðra sem eru samtals 80 hagkvæmar leiguíbúðir fyrir eldra fólk. Með kaupunum er ætlunin að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni og renna styrkari stoðum undir rekstur íbúðanna og áframhaldandi útleigu þeirra til tekju- og eignalægra eldra fólks. 13.12.2024 23:07
Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi Sæmarks, fær 20 milljónir ekki greiddar frá Elísabetu Erlu Dungal, fyrrverandi viðskiptafélaga hans. Sigurður Gísli hélt því fram að um peningalán til hennar hafi verið að ræða, sem henni hafi borið að endurgreiða, en var ekki talinn hafa fært nægilegar sönnur fyrir því. 13.12.2024 22:45
Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Útlit er fyrir að gamanþáttaröðin vinsæla Malcolm in the Middle muni snúa aftur á skjáinn. 13.12.2024 21:38
Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur. 13.12.2024 21:31
Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf „Löggutíst“ er leið lögreglunnar til að færa almenningi fréttir af störfum lögreglu í rauntíma. Á samfélagsmiðlinum X mun lögregla segja frá öllum helstu verkefnum sem embættið fæst við. 13.12.2024 21:02
Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13.12.2024 20:44
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ „Ég myndi vísa þessu á Bjarna Benediktsson, hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð og félagar hans.“ 13.12.2024 19:13
„Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við fréttastofu. 13.12.2024 17:44
Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Meiri líkur eru á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu í ár, miðað við það sem Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, les út úr kortunum á þessari stundu. 9.12.2024 23:47
Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 9.12.2024 22:36