Var talin vera hommi og lögð í einelti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stefnir á að bjóða sig fram á Alþingi í komandi þingkosningum. Hún segist þakklát fyrir uppeldisárin í sveitinni en Ugla lifði um stund tvöföldu lífi á unglingsárunum þar sem hún gat verið hún sjálf erlendis en ekki á Íslandi og var hún lögð í einelti í menntaskóla um stund þegar hún var talin vera samkynhneigður karlmaður sem ætti eftir að koma út úr skápnum. 22.9.2024 07:02
Krakkatían: Dýrin, heimsálfur og teiknimyndir Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! 22.9.2024 07:02
Fréttatía vikunnar: Hollywood stjörnur, þjóðarréttir og pólitík Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 21.9.2024 07:03
Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Fyrsta umboðsstofan sem rekin er af leikurum hefur verið opnuð á Íslandi. Hún heitir Northern Talent og segir einn stofnenda hennar að hún sé ekki rekin sem hefðbundin umboðsstofa, þar sé enginn eiginlegur umboðsmaður heldur taki leikarar á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar. 20.9.2024 17:01
Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara. 20.9.2024 15:26
Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið „Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar. 20.9.2024 14:01
Borðar það sem alltaf hefur verið til og léttist og léttist Frumkvöðullinn og heilsufrömuður Lukka Pálsdóttir hefur verið að gera spennandi tilraun á sjálfri sér. Henni hefur tekist að grennast án fyrirhafnar. Allt þetta ár hefur hún prófað að borða bara hreint kjöt, það sem til hefur verið á Íslandi í þúsundir ára. Vala Matt hitti á Lukku í Íslandi í dag og kannaði málið. 20.9.2024 13:15
Tjáir sig í fyrsta sinn um bróðurmissinn Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere segir að hún muni aldrei jafna sig á því að hafa misst bróður sinn Jansen Pattiere. Hann lést í febrúar á síðasta ári einungis 28 ára gamall. 19.9.2024 16:33
Kynntu dagskrá RIFF 2024 Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár var kynnt á blaðamannafundi í Háskólabíói í morgun. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð gesti velkomna og talaði um sérstöðu og mikilvægi RIFF í íslensku samfélagi. Viðburðir og úrval mynda hefur sjaldan verið jafn mikið og á hátíðinni í ár sem hefst eftir viku þann 26. september og stendur yfir til 6. október. 19.9.2024 15:58
Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta. 19.9.2024 14:02