Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta. 26.2.2025 16:01
Steinhissa en verður Dumbledore Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins. 26.2.2025 15:32
„Hann kann að dansa, maður minn!“ Það er eins gott að vera vel klæddur í vatnsheldum fötum þegar farið er á háhyrningasýningu á Tenerife því það skemmtilegasta sem háhyrningarnir gera er að skvetta vatni á áhorfendur. Þá kunna háhyrningar að dansa eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður varð vitni að á dögunum. 26.2.2025 14:31
Rappar um vímu Kanadíski söngvarinn Justin Bieber rappar um að vera í vímu í nýju myndbandi á samfélagsmiðlinum Instagram svo athygli vekur. Erlendir slúðurmiðlar segja þetta ekki síst áhugavert í ljósi þess að söngvarinn hefur ávallt þvertekið fyrir að nota vímuefni. 26.2.2025 09:44
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa nú litið dagsins ljós. Tilkynnt var um tilnefningarnar á veitingahúsinu Jómfrúnni við Lækjargötu en staðurinn hlaut einmitt verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins í fyrra. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög og tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textagerð. 25.2.2025 16:48
Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25.2.2025 15:41
Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar. 25.2.2025 15:32
Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hótaði á dögunum meintum grínista hálsbroti er sá síðarnefndi áreitti hann fyrir utan heimili hans í New York og gantaðist með slysið sem varð samstarfskonu leikarans að aldurtila á setti kvikmyndarinnar Rust. 25.2.2025 14:33
Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmyndaverðlaunanna, 2025 hafa verið gerðar opinberar. Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar eru tilnefndar í flokki kvikmyndar ársins. 25.2.2025 13:56
Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn. 13.2.2025 07:03