Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fundi lauk án árangurs og verk­fall á fimmtu­dag

Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda.

Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28

Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni.

Trúir ekki á ein­hliða þvingunar­að­gerðir gegn Ísrael

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt.

Segir skólana hafa fengið tröll­vaxin verk­efni í fangið án stuðnings

Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti.

Ekki ná­lægt því að upp­fylla bókaþörf barnanna

Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 

PISA könnun og mennta­málin í Pallborðinu

Í Pallborðinu á Vísi í dag verður PISA könnunin og menntamálin í forgrunni. Þátturinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Sjá meira