Mikil fagnaðarlæti vegna hænu í Hveragerði Mikil gleði braust út á heimili mæðgna í Hveragerði í vikunni þegar hænan Sóley skilaði sér heim eftir að hafa verið týnd í átta daga. Mæðgurnar voru búnir að gefa það upp bátinn að Sóley fyndist á lífi en það ótrúlega gerðist, hún kom sprelllifandi heim. 1.9.2024 20:06
Verður veturinn nýja ferðamannatímabilið í Fjallabyggð? Mannlíf og atvinnulíf blómstrar, sem aldrei fyrr í Fjallabyggð þessi misserin enda hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera í sveitarfélaginu og nú. Bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði nýja ferðamannatímabilið í sveitarfélaginu vegna góðrar skíðaaðstöðu. 1.9.2024 15:06
15 fatlaðir starfsmenn hættir á Múlalundi Miklar breytingar eiga sér nú stað á starfsemi Múlalundar á Reykjalundi í Mosfellsbæ því þar er fólk með fötlun að missa vinnuna og einhverjir eru að hverfa til annarra starfa. Fimmtán fatlaðir starfsmenn voru kvaddir í gær, þar af einn starfsmaður, sem hefur unnið á Múlalundi í 38 ár. 31.8.2024 20:05
Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Selfossi Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum. 31.8.2024 14:04
Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28.8.2024 20:06
Styttur af Bakkabræðrum afhjúpaðar á Dalvík Styttur af Bakkabræðrunum þeim Gísla, Eiríki og Helga voru afhjúpaðar í morgun á göngustíg ofan Dalvíkur af nemendum Dalvíkurskóla. Ástæðan er sú að bræðurnir voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal en skemmtilegu sögurnar af þeim bræðrum þekkja flestir. 28.8.2024 17:06
Gott veður fram að jólum en veturinn þungur eftir það Haustið verður gott og veturinn fram að jólum en eftir það verður hann þungur. Þetta er niðurstaða nýjasta fundar veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. 27.8.2024 20:09
Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár. 25.8.2024 20:06
Hraðminnkandi mengun frá skemmtiferðaskipum á Akureyri Hafnarvörður á Akureyri segir að skemmtiferðaskip mengi miklu minna en þau gerðu áður vegna betri vélbúnaðar og mengunarvarnabúnaðar í skipunum. Hvít slikja hefur oft legið yfir Akureyri í sumar og standa bæjarbúar í þeirri trú að um mengun sé að ræða frá skipunum en hafnarvörðurinn segir það ekki rétt. 25.8.2024 15:06
Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. 24.8.2024 20:07