Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið. 9.3.2023 20:30
Dansandi Sæljón á Tenerife Það er með ólíkindum hvað er hægt að kenna dýrum að gera þegar þau eru þjálfuð til þeirra hluta. Í dýragarðinum Loro Parque á Tenerife eru til dæmis sæljón, sem kunna „Break" dans og ganga eins og hundar svo eitthvað sé nefnt. 5.3.2023 20:06
Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. 4.3.2023 20:04
Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki. 4.3.2023 15:06
95 ára sprækur hestamaður Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. 2.3.2023 20:05
Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri. 26.2.2023 13:02
Spennufíklar geri sig klára fyrir sviflínurnar úr Kömbunum Spennufíklar geta nú látið sig fara að hlakka til því nú styttist óðum í að hægt verði að renna sér í tveimur sviflínum úr kömbum niður að þjónustuhúsinu Reykjadal við Hveragerði. Á næsta ári verðu svo opnuð sleðabraut á sömu leið. 25.2.2023 20:06
170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu. 25.2.2023 13:04
Vilja göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá. 24.2.2023 10:08
Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23.2.2023 15:16