Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2023 20:30 Þorvaldur Snorrason, sem er einn af eigendum Flóru, garðyrkjustöðvar í Hveragerði. Hann hlakkar til vorsins og að geta opnað stöðina almenningi í lok mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið. Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Á meðan það er skítakuldi úti, mikið frost, norðan garri og leiðindi þá njóta garðyrkjubændur og starfsfólk þeirra þess að vera inni og undirbúa söluna fyrir vorið. Til dæmis í Flóru, garðyrkjustöð, sem er í eigu tvennra hjóna í Hveragerði. Starfsmenn stöðvarinnar eru átta en nú eru þeir á fullu við að undirbúa opnun stöðvarinnar í lok mars. „Já, vorið er allavega komið inn í gróðurhúsin. Við erum á fullu að undirbúa vorið, fyrst aðeins páskana, en aðallega er það vorið hjá okkur núna. Fyrstu blómin eru aðeins farin að sýna sig og eru að fara á markað til Reykjavíkur en mesta salan er svo auðvitað páskarnir og svo meira í maí og júní,“ segir Þorvaldur Snorrason, einn eiganda. Þorvaldur segir þennan árstíma alltaf skemmtilegan inn í gróðurhúsunum, allt sé að verða meira og minna grænt og sólin gægist alltaf meira og meira inn um glerið á gróðurhúsunum. „Við erum að sá og við erum að prikla og potta og við gerum ekkert annað en að reyna að fylla þessi gróðurhús, sem við svo tæmum svo í byrjun maí. Við erum mjög stór í ræktun sumarblóma og eru með mikið úrval af þeim, til dæmis stjúpum og fjólum,“ segir Þorvaldur. Starfsmenn njóta þess að vinna inn í gróðurhúsunum á meðan það er svona kalt úti eins og hefur verið síðustu daga og spáir næstu daga áfram.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki gott að fá að vinna inni þegar það er svona kalt úti? „Jú, það er rosalegur munur. Það voru mínus átta gráður úti í dag og það eru 15 til 20 gráður hér inni, þannig að það er bara rosalega gott, ég tala nú ekki um þegar sólin er.“ Flóra, garðyrkjustöð opnar fyrir páska en þá er reiknað með að það verði nóg að gera og svo eru stærstu mánuðirnir alltaf maí og júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Garðyrkja Veður Blóm Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira