Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rótarýfélagar gera upp 60 ára gamla rútu frá Austur­leið

Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga hafa tekið að sér stórt verkefni en það er að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar, sem er orðin gömul og lúin enda orðin sextíu ára gömul. Rútan er í geymslu hjá Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum.

Fæðuöryggi Ís­lands á stríðs­tímum

Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk.

Elsti Ís­lendingurinn stefnir á að verða 110 ára

Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem er 106 ára nýtur jólanna með fjölskyldu sinni en hún á um hundrað afkomendur. Sjálf segist hún stefna á að lifa til 110 ára aldurs því þá er Gissur Páll Gissurarson búin að lofa að syngja í afmælinu hennar.

Jólahús á Sel­fossi myndað í gríð og erg

Eitt glæsilegasta jólaskreyttahús landsins er við þjóðveg númer eitt, eða við Austurveg á Selfossi þar sem ekið er í gegnum bæjarfélagið. Eigandi hússins kippir sér ekki upp við það þó að húsið sé myndað í gríð og erg og segir í sama orðinu að hún vilji gera Selfoss að jólabæ Íslands.

Til­boð upp á 1,2 milljarð í 17,5 hektara land á Sel­fossi

Sveitarfélagið Árborg auglýsti nýlega 17,5 hektara land til sölu í svokölluðu Björkurstykki á Selfossi en tilboðin voru opnuð nú síðdegis. Um er að ræða vel staðsett land, sem er ætlað undir íbúðabyggð. Landið er ekki deiliskipulagt en fyrirliggjandi eru deiliskipulagstillögur frá nóvember 2021. Þær tillögur gera ráð fyrir allt að 296 íbúða byggð en hugmyndir eru uppi um að fjöldi íbúða á landinu geti orðið allt að 360.

Sköll­óttur rakari á Siglu­firði gerir það gott

Eini rakarinn á Siglufirði, sem er sköllóttur segist ekki mynda þiggja það að fá hár aftur enda sé dásamlegt að vera sköllóttur. Rakarinn hefur hins vegar meira en nóg að gera í vinnunni við að klippa heimamenn og snyrta skeggið á körlunum.

Kötturinn Prins var týndur í tólf ár

Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi.

Hjól at­vinnu­lífsins á fullu í Skaga­firði

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Skagafirði og verða áfram á nýju ári en þar má nefna stækkun sundlaugarinnar á Sauðárkróki, bygging nýs leikskóla í Varmahlíð, endurbætur á grunnskólanum á Hofsósi og stækkun á höfninni á Sauðárkróki svo eitthvað sé nefnt.

Hópur bænda í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi mót­mæla vindmyllum

Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel.

Sjá meira