Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10.10.2024 15:26
Mikið tjón eftir að herbergið fylltist af vatni Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“. 10.10.2024 09:01
Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. 10.10.2024 08:01
Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9.10.2024 23:10
Stefna á að opna sundlaugar í Reykjavík í fyrramálið Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka. 9.10.2024 21:45
Tólf hundruð fylgdust með tendrun friðarsúlunnar Um 1.200 komu saman í Viðey í kvöld til að fylgjast með tendrun friðarsúlunnar. Kveikt var á friðarsúlunni í kvöld í 18. sinn. 9.10.2024 20:34
Hagstofan biðst velvirðingar og tekur talnaefnið úr birtingu Hagstofa Íslands hefur tekið úr birtingu talnaefni um fjölda starfandi eftir rekstarformi eftir að kom í ljós að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna voru ofmetnar. Gögnin voru unnin fyrir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í dag slíkar villur hið versta mál. 9.10.2024 17:08
Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Kona á fertugsaldri, erlendur ferðamaður sem var á ferð í Stuðlagili við annan mann, fannst látin í Jökulsá skammt neðan við Stuðlagil skömmu fyrir klukkan fimm í dag. Hún var þá látin. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. 9.10.2024 15:53
Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli. 8.10.2024 14:53
Mikill fjöldi fyrirtækja með ófullnægjandi netvarnir Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026. Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. 8.10.2024 13:47