Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Áramótin gætu „horfið í dimmt él“

Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju, sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn, sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafa borist. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Reyðfirðingar aftur komnir með rafmagn

Rafmagn er komið aftur á á Reyðarfirði eftir alvarlega bilun í morgun. Rafmagnslaust var í bænum í um sex klukkustundir og hiti fór af húsum.

„Það kólnar hratt í húsunum núna“

Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum.

Óborganlegustu mistök ársins

Það skiptust á skin og skúrir á árinu sem er að líða, eins og öll ár þar á undan auðvitað. Sumt gekk vel, eins og Einari Þorsteins í sveitarstjórnarkosningunum, en annað gekk alveg ótrúlega illa, eins og sorphirða í Reykjavík. 

„Þetta er ein af okkar stærri bilunum“

Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir.

Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar

Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglutjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andliti. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og kryfjum það með afbrotafræðingi í beinni útsendingu.

Sjá meira