Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður annars sakborningsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglutjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andliti. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og kryfjum það með afbrotafræðingi í beinni útsendingu.

„Þetta er bara mjög óheppilegt“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 

Kannast ekki við meint hundrað milljóna lof­orð að­stoðar­manns

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum.

Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er

Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 

Sturlunarárið á Tenerife

Árið 2022 einkenndist einna helst af því að við kvöddum veiruna skæðu og byrjuðum að njóta lífsins, að því er virðist sem aldrei fyrr. Við flykktumst til útlanda, Tenerife nánar tiltekið, og keyptum hjólhýsi í bílförmum. En á meðan svitnaði fólkið í Seðlabankanum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Par hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegur vatnsflaumur flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Þau vita ekki hvar þau ætla að verja nóttinni og segja Kópavogsbæ ekkert vilja gera fyrir þau. Við hittum parið í íbúðinni sem skemmdist í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu síðan klukkan tíu í morgun. Tíminn vinnur ekki með samningsaðilum; VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa nú verið í fjölmiðlabanni að skipan ríkissáttasemjara í meira en sólarhring. Viðræður eru á afar viðkvæmu stigi og við verðum í beinni úr Karphúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum

Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum.

Sjá meira