Hádegisfréttir Bylgjunnar Borgin mun fara ofan í kjölinn á miklum leka á glænýju þaki Fossvogsskóla í gær. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir lekann mikil vonbrigði en hefur ekki áhyggjur af því að mygla hreiðri um sig. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12, förum yfir asahlákuverkefni slökkviliðs í nótt og veðurviðvaranir sem væntanlegar eru í kvöld. 21.1.2023 11:43
„Auðvitað slær þetta hjúkrunarfræðinga“ Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni. 20.1.2023 11:34
Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. 19.1.2023 20:01
„Við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman“ Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, segja áfangasigur hafa unnist í gær þegar ákveðið var að halda starfseminni áfram út árið. Þakklæti var efst í huga gestanna þegar fréttastofa leit við í Vin í dag. 12.1.2023 21:01
Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. 12.1.2023 18:47
„Það skortir alla skynsemi í þetta“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. 11.1.2023 11:20
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10.1.2023 11:45
Björgunarsveitir í æfingaferð aðstoðuðu tugi ökumanna Liðsmenn þriggja björgunarsveita voru fyrir tilviljun staddir á Mosfellsheiði þegar tugir ökumanna lentu í vandræðum uppi á heiðinni í gær. 9.1.2023 23:55
Hlustar ekki á „hótanir“ Halldórs Benjamíns Formaður Eflingar segir að félagið muni slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og hefja verkfallsundirbúning, fallist samtökin ekki á að hafa nýtt tilboð Eflingar til grundvallar í frekari viðræðum. Hún kveðst þó bjartsýn á að ná góðum samningi fyrir Eflingarfólk og gefur lítið fyrir „hótanir“ framkvæmdastjóra SA um brottfall afturvirkni. 9.1.2023 11:39
Ástandið á Landspítalanum komi peningum ekki við Fjármálaráðherra hafnar því að starfsemi Landspítalans sé vanfjármögnuð. Þá sé ekki ástæða fyrir neinn að segja upp á grundvelli fjárlaga. 6.1.2023 13:42