Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Allt að tólf ára fangelsisdómur vofir yfir sænskum blaðamanni ef hann verður sakfelldur fyrir að móðga Recep Erdogan, forseta Tyrklands, og hryðjuverkabrot. Blaðamaðurinn var handtekinn í lok mars þegar hann ætlaði að fjalla um mótmæli gegn forsetanum. 23.4.2025 15:54
Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Fjarreikistjarna sem er að gufa upp og skilur eftir sig hala utan um móðurstjörnu sína er sögð gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til þess að rannsaka efnasamsetningu bergreikistjarna. Aðeins örfáar deyjandi reikistjörnur af þessu tagi hafa fundist til þessa. 23.4.2025 14:27
Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Langflest kóralrif jarðar verða nú fyrir skaðlegri fölnun vegna hitabylgju í höfunum. Fölnunaratburðurinn er sá umfangsmesti í mælingasögunni en ekki sér enn fyrir endann á honum. 23.4.2025 11:30
Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. 23.4.2025 10:20
Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu ber litlar væntingar til nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sérstaklega bera borgarbúar austan Elliðaáa litlar væntingar til hans. 23.4.2025 09:33
Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. 22.4.2025 15:29
Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Líklegt er að um sjötíu prósent eftirlifenda helfarar nasista á gyðingum deyi á næstu tíu árum. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því hver muni halda minningu þeirra á lofti þegar enginn verður eftir til vitnis um einn svartasta blett mannkynssögunnar. 22.4.2025 12:08
Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum. 22.4.2025 10:42
Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22.4.2025 09:17
Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Stjörnufræðingar sem rannsökuðu óvanalegt tvístirni voru furðu lostnir þegar þeir uppgötvuðu fyrir tilviljun reikistjörnu á braut sem liggur hornrétt á sporbraut stjarnanna. Þetta er í fyrsta skipti sem slík reikistjarna finnst en tilgátur voru um að þær gætu verið að finna í alheiminum. 16.4.2025 18:00