Fyrsta ræða Trumps eftir banatilræðið Landsfundur Repúblikana stendur nú yfir í Milwaukee í Wisconsin, og mikil spenna er í loftinu fyrir ræðu Donalds Trumps sem hann skrifaði upp á nýtt eftir banatilræðið. Búist er við því að ræðan hefjist um klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. 18.7.2024 23:07
Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. 18.7.2024 22:08
Mikið eldingaveður á suðvestanverðu landinu síðdegis Þó nokkuð var um þrumur og eldingar á suðvestanverðu landinu milli klukkan fjögur og sjö í dag. Flestar eldingarnar slógu niður í norðanverðum Faxaflóa. 18.7.2024 21:06
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18.7.2024 20:13
Uppgötvuðu nýja köngulóartegund og nefndu eftir Vigdísi Vísindamenn hafa uppgötvað nýja ættkvísl og tegund af könguló frá Madagaskar, sem nefnd var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þetta kemur fram í nýbirtri vísindagrein, sem unnin var meðal annars af Inga Agnarssyni, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands. 18.7.2024 18:31
Hitnar undir Biden, sóðaskapur í skógum og skátar í beinni Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka. Háttsettir demókratar segja útilokað að hann sigri Trump sem er á siglingu í könnunum. 18.7.2024 18:25
Borgaði ekki á veitingastað og kærður fyrir fjársvik Tilkynnt var um aðila sem hafði neytt veitinga á veitingastað í hverfi 101 en gengið út án þess að greiða. Aðilinn var kærður fyrir fjársvik og lögregluskýrsla var rituð. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag. 18.7.2024 17:47
Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. 18.7.2024 16:54
Leiguverð heldur áfram að hækka Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní, og mælist því árshækkun vísitölunnar um þrettán prósent. Vísitala leiguverðs hefur hækkað talsvert umfram verðbólgu og íbúðaverð á síðastliðnu ári. 17.7.2024 16:26