Kjaraviðræður lögreglumanna og ríkisins árangurslausar í dag Kjaraviðræðum Landsambands lögreglumanna og ríkisins lauk í dag án árangurs. Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í eitt ár og er óþreyju og pirrings farið að gæta innan stéttarinnar. 24.4.2020 20:00
Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni „Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir sóttvarnalæknir. Þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni. 24.4.2020 19:45
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24.4.2020 18:35
Ekkert nýtt smit á sýkla- og veirufræðideild síðasta sólarhringinn Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist á smitsjúkdómadeild Landspítalans síðasta sólarhringinn. Er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn náði til Íslands. 24.4.2020 12:00
Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23.4.2020 21:00
Heilbrigðisstarfsfólk fær milljarð í umbun á meðan lögreglumenn bíða eftir nýjum kjarasamningi Lögreglumenn saka samninganefnd ríkisins um að tefja fyrir í samningaviðræðum um nýjan kjarasamning. Þeir fagna því að milljarður verði veittur til þess að umbuna heilbrigðisstarfsfólki í framlínu. 22.4.2020 18:45
„Algjörlega sammála að mikilvægt sé að verja heimilin með sama hætti og fyrirtækin“ Það kom mörgum á óvart að hvergi var minnst á aðgerðir fyrir heimilin í aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var í gær þrátt fyrir fyrirheit um það vikurnar á undan. 22.4.2020 18:45
Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. 22.4.2020 18:30
Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður. 22.4.2020 12:00
Útköll lögreglu tímafrekari og erfiðari úrlausnar Útköllum og verkefnum lögreglu hefur fækkað frá því að kórónuveiran kom til Íslands. Útköllin hafa að sama skapi breyst. Eru mörg hver tímafrekari og erfiðari úrlausnar. Fíkniefnamálum hefur fækkað og ofbeldismálum fjölgað. 21.4.2020 23:15