Bretti í Víkinni máluð græn og Víkingar ætla að kæra Blika Stuðningsmenn Breiðabliks fóru inn á Víkingsvöll í nótt og máluðu hluta af brettunum sem eru notuð til að mynda áhorfendaaðstöðu græn. Tjón eiganda brettanna er mikið. Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Bestu deildar karla í kvöld. 27.10.2024 14:00
Bergdís og Ísabella tryggðu Íslendingum sigur á Finnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 23 ára og yngri svaraði fyrir tapið gegn Finnlandi á fimmtudaginn með því að vinna leik liðanna í dag, 1-2. 27.10.2024 13:14
Útilegustemmning hjá stuðningsmönnum Blika í Víkinni Þótt aðeins 250 stuðningsmenn Breiðabliks geti verið á Víkingsvelli þegar liðið sækir Víking heim í úrslitaleik Bestu deildar karla ætla Blikar að fjölmenna í Víkina í dag. 27.10.2024 12:57
Pirraðir á excel skiptingum Péturs Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds ræddu um það sem þeir kalla excel skiptingar Péturs Ingvarssonar, þjálfara Keflavíkur, í þætti föstudagsins. 27.10.2024 12:32
„Feginn að okkur dugir ekki jafntefli“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli. 27.10.2024 11:45
Settu dómara í bann fyrir að stela umferðarskilti Tveir pólskir dómarar hafa verið settir í bann af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir að stela umferðarskilti. 27.10.2024 11:00
„Vona að þessi leikur verði epískur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld. 27.10.2024 10:32
Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. 27.10.2024 10:01
Sjáðu markaflóðið úr Bestu deildinni í gær Ekki vantaði mörkin í Bestu deild karla í gær. Alls voru skoruð þrjátíu mörk í fimm leikjum. Þau má sjá í fréttinni. 27.10.2024 09:33
Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. 27.10.2024 08:02