Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Alþingi Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku. 28.11.2023 20:01
Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. 28.11.2023 19:20
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28.11.2023 14:33
Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27.11.2023 19:30
Þúsund rampa partý í þakíbúðinni hans Haraldar Haraldur Ingi Þorleifsson hélt í dag viðburð á heimili sínu í tilefni af því að þúsund rampar hafi verið byggðir til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, og það ári á undan áætlun. 27.11.2023 16:58
Smíða eftirlíkingu af skipi sem lagði grunninn að Íslandsbyggð Næsta sumar verður hafin smíði á eftirlíkingu af rúmlega þúsund ára Knerri sem fannst í ágætu ástandi í Schleswig-Holstein í Þýskalandi. Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður segir þessa skipagerð grundvöllinn að Íslandsbyggð sem hafi flutt hingað allt frá fólki og búfénaði til fyrstu kirkju landsins. 27.11.2023 11:41
„Gott að geta leyst flókin og erfið mál í góðri sátt“ Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni af Lækjargötu og koma henni fyrir í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ánægjulegt að leysa málið í góðri sátt. 23.11.2023 21:12
Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forseta Íslands í heimsókn Forsetahjónin fóru víða í dag í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Reykjavíkur frá því Vigdís Finnbogadóttir heimsótti borgina á 200 ára afmæli hennar árið 1986. Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forsetann í heimsókn. 23.11.2023 19:17
Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23.11.2023 14:44
Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa bráðavanda Grindvíkinga Forsætisráðherra segir húsnæðismál Grindvíkinga verða tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun en það væri risaverkefni að leysa úr húsnæðisþörf þeirra næstu mánuðina. Útspil bankanna í gær um að fella tímabundið niður vexti og verðbætur dragi vonandi úr áhyggjum og kvíða Grindvíkinga. 23.11.2023 11:46