Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

1. apríl 2022: Þrí­eykið gert ó­dauð­legt, nýr Í­þrótta­álfur tekur við og Sumar­búð Ís­lendinga rís

Fyrsti apríl, dagurinn sem fólk ýmist elskar eða elskar að hata, er nú genginn í garð enn einu sinni og strax á miðnætti hófust fyrirtæki, fréttamiðlar, fyrirtæki og einstaklingar handa við að reyna að gabba Íslendinga. Fréttastofa hefur tekið saman nokkur helstu göbb dagsins en sitt sýnist hverjum um hversu frumleg eða trúverðug þau eru í ár. 

Fleiri greinst með Co­vid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021

Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. 

Þurfa meira fjármagn til að gera meira en bara að slökkva elda

Veðurstofan þarf að bæta upp tæplega 130 milljóna króna halla á næstu tveimur árum en starfsmenn telja niðurskurðaraðgerðir koma verulega niður á getu stofnunarinnar til að sinna brýnum verkefnum. Sérfræðingur á Veðurstofunni telur ljóst að auka þurfi fjármagn til stofnunarinnar í stað þess að skera niður.

Tíu innlagnir á Land­spítala vegna in­flúensu síðustu þrjár vikur

Inflúensa er nú í vexti á Íslandi en það sem af er vetri hafa 230 inflúensutilfelli greinst, þar af um 200 á síðustu þremur vikum, auk þess sem 292 tilfelli til viðbótar hafa verið greind án rannsóknar. Þrátt fyrir að Covid-tilfellum fari fækkandi er enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu.

Heilsugæslan hættir að bjóða upp á hraðpróf

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en frá og með föstudeginum 1. apríl verður einungis boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut. Með breytingunni verður aðeins hægt að fara í hraðpróf hjá einkaaðilum gegn gjaldi. 

Röskva vann aftur stórsigur en missir einn fulltrúa

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, tryggði sér fimmtán fulltrúa af sautján í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands en úrslitin voru tilkynnt í kvöld. Vaka – hagsmunafélag stúdenta, bætir við sig einum fulltrúa milli ára.

Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref

Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 

Sjá meira