Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Maðurinn fannst og aðgerðir afturkallaðar

Mikill viðbúnaður var við Eiðisgranda vegna tilkynningar um að mann í sjónum á sjötta tímanum í dag. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út en þeir afturkallaðir upp úr klukkan sex. Maðurinn hafði þá komið sér upp úr af sjálfsdáðum. 

Vaktin: Baráttan um Donbas hafin segir Selenskí

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í kvöld að baráttan um Donbas væri hafin. Hann hefur kallað eftir því að samherjar Úkraínu meðal vestrænna þjóða sendi þeim meira af vopnum. Úkraínumenn séu að gera allt til að verjast og séu í stöðugum samskiptum við samherja sína.

Þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana

Úkraínsk flóttafjölskylda sem flúði til Íslands í síðasta mánuði segist þakklát fyrir að geta verið örugg yfir páskana. Þau segja mikilvægt að halda í hefðirnar þrátt fyrir erfiða stöðu í heimalandinu.

„Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli“

Hátt í 800 flóttamenn frá Úkraínu eru hér á landi yfir páskana en þeirra dymbilvika hófst í gær. Samtökin Flottafólk buðu flóttamönnum upp á mat og páskaegg fyrir helgi og er stefnt á að útvega guðsþjónustu frá Úkraínu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Forsvarsmaður samtakanna segir mikilvægt að fólkið einangrist ekki.

„Dauðinn á ekki síðasta orðið“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 

Á­kveðinn hópur út­skúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu

Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun.

Sjá meira