Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Þurfa að segja upp öllum hjúkrunar­fræðingum fyrir mánaðar­mót

Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins.

„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. 

Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði.

Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði

Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda.

Taka þurfi skýra afstöðu gegn vændi en með þolendum þess

Mikilvægt er að vekja athygli á skuggahliðum vændis þar sem meirihluti hefur slæma reynslu að sögn þolenda vændis og fjölmiðlakonu sem gerði vændi að umfjöllunarefni sínu í nýrri bók. Umræðan hafi verið einræð og skaðleg undanfarið þar sem minnihluti hafi lýst jákvæðri reynslu. Samfélagið þurfi að taka skýra afstöðu gegn vændi, en með þolendum.

Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn

Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum.

Blær stór­tíðindi á hús­næðis­markaði

ASÍ, BSRB og VR koma að stofnun nýs íbúðafélags sem er ætlað að fjölga möguleikum í byggingu hagkvæms íbúðarhúsnæðis og gera fleiri stéttarfélögum kleift að byggja slíkar íbúðir. Nýja félagið hefur hlotið nafnið Blær og er systurfélag Bjargs íbúðafélags.

Sjá meira