Tillaga heilbrigðisráðherra sé fráleit: „Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og örugglega ekki löglegt“ Tillaga heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hóp fíkla hefur vakið hörð viðbrögð en formaður Snarrótarinnar efast að tillagan sé í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherrans sé til þess fallin að slá ryki í augun á fólki þar sem ljóst sé að afglæpavæðing neysluskammta verði tekin af dagskrá. 16.7.2022 15:00
Landspítalinn standi nú á krossgötum Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum. 14.7.2022 23:36
Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. 14.7.2022 21:43
Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. 14.7.2022 12:16
Ísland ekki uppselt þrátt fyrir að eftirspurn fari fram úr væntingum Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir gistingu hér á landi í sumar telur framkvæmdastjóri Edition hótelsins, Ísland samt ekki uppselt. Mjög erfiðlega gengur hins vegar að finna starfsfólk til að vinna í ferðaþjónustunni víðast hvar. 13.7.2022 21:35
Ná þurfi verðbólguvæntingum niður til að stuðla að lægri verðbólgu Verðbólga kemur til með að hækka um nærri hálft prósentustig milli mánaða gangi spár eftir. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir húsnæðismál vega þyngst, þó merki séu um viðsnúning á fasteignamarkaði. Háar verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja valdi ákveðnum áhyggjum. 13.7.2022 18:13
Ísland heldur áfram að heilla ferðamenn upp úr skónum: „Þetta er yndislegur staður, alveg yndislegur“ Ferðamenn streyma nú til landsins eftir kórónuveirufaraldurinn. Fréttastofa náði tali af nokkrum þeirra en íslenska náttúran virtist heilla þá hvað mest. Allir voru sammála um að vilja koma aftur, sumir fyrr en aðrir. 12.7.2022 23:22
Hægt verði með samstilltu átaki að lyfta grettistaki í að gera húsnæði öruggara Innviðaráðherra segir ríki og sveitarfélög geta lyft grettistaki á húsnæðismarkaði með nýjum rammasamningi. Í fyrsta sinn hafi samkomulag verið gert milli ríkis og sveitarfélaga þar sem hægt sé að leita sameiginlegra lausna en byggja þurfi tugþúsundir íbúða næsta áratuginn. 12.7.2022 21:40
Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. 12.7.2022 20:42
Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. 12.7.2022 13:01