Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“ Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. 1.5.2023 15:39
Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30.4.2023 23:41
Teikn á lofti um að markmið rammasamnings fyrir árið náist ekki Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax. 30.4.2023 21:26
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29.4.2023 21:00
Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29.4.2023 12:00
Allar raddir muni heyrast og ekkert borðfast um sameiningu Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 28.4.2023 21:28
Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. 20.4.2023 21:02
Léttir að þessum kafla sé lokið Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. 20.4.2023 19:16
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20.4.2023 15:00
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20.4.2023 11:31