Fréttamaður

Elísabet Hanna

Nýjustu greinar eftir höfund

Komin í einangrun stuttu fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins

Nú blæs duglega á móti systkinunum í Amarosis sem munu keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en Ísold Wilberg hefur greinst með Covid-19 og er þar af leiðandi í einangrun. Þau hafa því þurft að aflýsa æfingum fyrir undanúrslitakvöldið sem nálgast óðfluga.

Ástin sigraði þegar Sólbjört og Einar trúlofuðu sig

Ástin virðist hafa sigrað en dansarinn Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson sem er trommarinn í Hatara og gítarleikari Vök voru að trúlofa sig. Spurningin var borin upp á sjálfan Valentínusardaginn svo rómantíkin hefur verið allsráðandi hjá þeim á deginum.

Júníus Meyvant og KK frumsýna nýtt lag og myndband

Júníus Meyvant og KK voru að gefa út lagið Skýjaglópur en lagið og textinn er samið af Júníusi og er hvoru tveggja mjög hugljúft. „Hvað myndi KK gera?“ og trúin var að hluta til innblásturinn á bakvið lagið sem þeir unnu svo saman.

Euphoria æði á samfélagsmiðlum

Þættirnir Euphoria hafa vakið mikla athygli frá því að fyrsta serían kom út en eftir að önnur serían kom virðast þættirnir vera að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Áhorf þáttanna tvöfaldaðist frá fyrstu til annarrar seríu og förðunin og tískan í þáttunum hefur farið eins og stormsveipur um netheimana.

Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið

Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista.

Hálfleikssýning Ofurskálarinnar vakti upp mikla nostalgíu

Ofurskálin fór fram um helgina og var það var stórskotaliðið Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar sem sáu um skemmtiatriðið í hálfleik. Enginn annar en 50 cent mætti sem óvæntur gestur í atriðinu og Anderson .Paak birtist líka. 

Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“

Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum.

Tinder Swindlerinn ætlar að segja sína hlið af sögunni

Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut eins og hann heitir í alvörunni kom með yfirlýsingu um að hann muni segja sína hlið af sögunni áður en hann hætti á Instagram. Heimildarmyndin The Tinder Swindler á Netflix hefur fengið gífurleg viðbrögð síðan hún kom út í byrjun mánaðarins og óttast netverjar að Shimon sé að finna leið til þess að nýta sér tækifærið.

Hálfgerð jafningjafræðsla fyrir feður

Feðrafræðsla verður haldin um helgina í aðdraganda Valentínusardagsins enda er ekkert rómantískara en að vera til staðar fyrir makann sinn eins og Árni Kristjánsson í hagsmunafélaginu Fyrstu fimm orðaði það. Félagið, ásamt Jógasetrinu, stendur fyrir fræðslunni Finndu þig í föðurhlutverkinu sem verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld.

Sjá meira