„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8.12.2024 13:08
Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Undirbúningur er hafinn að leit að flutningaskipi sem fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi á sautjándu öld og talið er varðveita merkileg handrit og önnur verðmæti. Fornleifafræðingur sem leiðir rannsóknina segist bjartsýn á að skipið finnist en það er sagt kunna að geyma verðmætasta farm sem farið hefur niður á hafsbotn frá Íslandi. Þegar hafa komið fram sterkar vísbendingar um hvar skipið gæti verið að finna. 7.12.2024 14:04
Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7.12.2024 11:56
Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella. 5.12.2024 20:02
Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Formaður Viðreisnar hefur lagt til að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, fái umboð til stjórnarmyndunar. Inga Sæland segist treysta Kristrúnu fyrir umboðinu og Sigmundur Davíð telur eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig. 2.12.2024 16:02
„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. 1.12.2024 19:45
Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Farið verður ýtarlega yfir helstu niðurstöður alþingiskosninganna í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar núna klukkan tólf. 1.12.2024 11:58
Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu. 1.12.2024 11:10
„Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun „Ég held að það liggi alveg fyrir að það er mjög skýrt ákall um breytingar, niðurstöðurnar sýna það svart á hvítu,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttstofu rétt í þessu. 1.12.2024 10:42
Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. 30.11.2024 19:17