Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Ellefu einkareknir, sstaðbundnir fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fá úthlutað styrkjum frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu. Alls voru til úthlutunar 12,5 milljónir sem skiptast jafnt á milli allra miðla sem sóttu um og fær hver þeirra 1.136.363 krónur í sinn hlut. 10.12.2024 13:49
Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. 10.12.2024 12:08
Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sex verslanir í dreifbýli fá úthlutað samtals sautján milljónum í verkefnastyrk frá hinu opinbera sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022 til 2036. 10.12.2024 10:08
„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ „Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum. 8.12.2024 21:32
Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi sameinaði mismunandi fylkingar og beið eftir því að athygli Rússlands væri í Úkraínu og athygli Írans í Ísrael til að grípa til skyndisóknar gegn Assad-stjórninni sem væri þá veik án viðvarandi stuðnings sinnar helstu bandamanna. Aðgerðir uppreisnarmanna voru vel skipulagðar. 8.12.2024 19:58
Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Jólahátíðin er annasamasti tími ársins hjá stofnuninni en félagsráðgjafi segir ljóst að húsnæðiskostnaður geri fjölskyldum sérstaklega erfitt fyrir nú. 8.12.2024 14:56
„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. 8.12.2024 13:08
Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Undirbúningur er hafinn að leit að flutningaskipi sem fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi á sautjándu öld og talið er varðveita merkileg handrit og önnur verðmæti. Fornleifafræðingur sem leiðir rannsóknina segist bjartsýn á að skipið finnist en það er sagt kunna að geyma verðmætasta farm sem farið hefur niður á hafsbotn frá Íslandi. Þegar hafa komið fram sterkar vísbendingar um hvar skipið gæti verið að finna. 7.12.2024 14:04
Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. 7.12.2024 11:56
Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella. 5.12.2024 20:02