Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sautján greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn eru flestir sem greinast smitaðir tengdir hópsýkingum og þá sérstaklega þeirri sem kom upp í leikskólanum Jörfa.

Viðbúið að gas berist yfir byggð á Reykjanesskaga í dag

Viðbúið er að gasmengun frá eldstöðvunum við Fagradalsfjall muni leggja yfir byggð á norðvestanverðum Reykjanesskaga í dag. Í nótt snýst vindur fyrst til suðvesturs og síðan norðvesturs og dreifist gasmengun þá til austurs í fyrstu og gæti náð til höfuðborgarsvæðisins í fyrramálið.

Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð

Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma.

Natan Dagur á­fram í næstu um­ferð eftir stór­brotinn flutning á lagi Ri­hönnu

Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í sextán manna úrslit í norsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Voice. Natan Dagur flutti lagið Stay með Rihönnu með glæsibrag í 32 manna úrslitunum sem fram fóru í gær en þetta var í þriðja sinn sem Natan Dagur steig á svið í þáttunum en flutning hans má sjá í spilaranum hér að neðan.

Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli

Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara.

„Ég er ekki búin að geta opnað munninn í þrjá mánuði“

Lembi Seia Sangla, aðstoðarleikskólastjóri á Egilsstöðum, er algjörlega ráðþrota og langþreytt eftir að hún lenti í því fyrir nokkrum mánuðum, eftir að dregin var úr henni tönn, að geta ekki lengur opnað munninn. Hún þjáist af heilkenni sem kallast trismus sem lýsir sér þannig að viðkomandi festist í kjálkanum og getur ekki opnað munninn nema takmarkað. Þar að auki er hún mjög bólgin í andliti og er misslæm milli daga.

Sjá meira