Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Íslensk stjórnvöld hafa engan skilning á þessu“

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum ekki vera sannfærandi. Á sama tíma gefi ný stefna Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum tilefni til bjartsýni.

Á­ætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voða­lega stolt af þessu“

Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum.

Kafbáturinn fundinn, brotinn í að minnsta kosti þrjá búta

Kafbátur indónesíska sjóhersins sem hvarf á miðvikudag með 53 manna áhöfn innanborðs er fundinn, brotinn í sundur í að minnsta kosti þrjá hluta. Indónesíski herinn greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag en í gær hafði þegar fundist nokkuð brak úr kafbátnum auk persónulegra muna frá áhöfninni.

Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Tvö útköll vegna elds í bifreið

Töluvert annríki var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Alls sinnti slökkviliðið sex útköllum á dælubíl, meðal annars vegna vatnstjóns og í tvígang var slökkvilið kallað til vegna brennandi bifreiða.

Mest á­nægja með Katrínu en Ás­mundur há­stökkvarinn milli kannana

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist enn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtur hve minnstra vinsælda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er hástökkvarinn milli kannana en ánægja með störf hans hefur aukist hvað mest frá því í fyrra.

Sjá meira