Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar

Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi.

„Ég er auð­vitað ekkert eðli­lega stolt“

„Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ segir sálfræðingurinn Fransiska Björk sem er kona MMA kappans Gunnars Nelson. Fransiska er nýkomin heim frá London með sínum heittelskaða eftir vægast sagt viðburðaríka helgi þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga.

Vonar að tæknin taki aldrei yfir inn­sæi og ást­ríðu

„Ég hef mikinn áhuga á mannlegri hegðun og hlustaði á hlaðvarp um ADHD þar sem var verið að tala um áhrif samfélagsmiðla á heilann okkar. Það var í raun byrjunin á þessu sköpunarferli,“ segir listakonan Ása Karen Jónsdóttir sem var að opna sýninguna „Á milli þess kunnuglega“ í Gallerí Kontór.

Fann ástina á Prikinu

„Það er stórkostlegt að vera faðir, það stórkostlegasta sem hefur komið fyrir mig. Ég man bara ekkert hvernig lífið mitt var áður en ég átti barn,“ segir rapparinn Birnir sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Á mjög heiðar­legt sam­band við sig í dag

„Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ segir tónlistarmaðurinn Birnir en hann er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

„List er okkar eina von“

Það var líf og fjör á sýningaropnun í Hafnarhúsinu á dögunum. Heiða Björg borgarstjóri og listaspýrur landsins nutu sín í botn þar sem kvennakraftur var í forgrunni.

Orðin þrí­tug og nennir ekkert að pæla í á­liti annarra

„Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín.

Lærði að byggja sig upp og elska úr fjar­lægð

„Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum.

Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París

Það er ekkert lát á ævintýrum íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Síðustu daga hafa hún og Júnía tvíburasystir hennar notið lífsins í París og fylgst með heitustu tískuhúsum heimsins sýna það helsta í stefnu og straumum tískunnar. 

Út­skrifaðist úr verk­fræði og gerðist tón­listar­maður

„Ég gat komið sjálfum mér á framfæri og var alltaf með gítarinn í skottinu hvert sem ég fór,“ segir tónlistarmaðurinn og rekstrarverkfræðingurinn Andri Þór Hjartarson. Tónlistin hefur átt hug og hjarta hans frá ungum aldri og um áramótin tók hann þá ákvörðun að segja upp starfi sínu sem rekstrarstjóri og kýla á tónlistardrauminn. Blaðamaður ræddi við Andra Þór.

Sjá meira