„Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ „Þetta var bara draumur að rætast,“ segir tónlistarkonan Sigga Ózk sem ljáir stórstjörnunni Ariönu Grande rödd sína í íslenskri talsetningu af söngleikjamyndinni Wicked. Myndin var forsýnd á dögunum í Laugarásbíói við mikinn fögnuð. 27.11.2024 08:01
„Látið jólaljós ykkar skína skært“ Jólalagakeppni Borgarbókasafnsins verður haldin í þriðja sinn í desember. Keppnin er opin öllum en lokafrestur til að senda inn lag er sunnudaginn 1. desember klukkan 23:59. 26.11.2024 14:03
Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Það var margt um manninn og líf og fjör í breska sendiráðinu í Reykjavík um helgina. Tilefnið var kokteilboð til að heiðra breska rithöfunda sem staddir voru á Íslandi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Stjörnur á borð við David Walliams og Charles Spencer skáluðu og skemmtu sér vel. 25.11.2024 20:00
Gervigreindin stýrði ferðinni „Við vitum ekki til þess að gervigreind hafi verið nýtt við að semja söguþráð fyrir leikþátt í hlaðvarpi áður,“ segir Arnar Þór, annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Ólafssynir í Undralandi. 25.11.2024 18:01
Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Förðunarfræðingurinn og ofurskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir og myndlistarmaðurinn Sindri Dýrason eru nýtt par. 25.11.2024 16:45
Reykti pabba sinn Youtube stjarnan Rosanna Pansino missti föður sinn fyrir fimm árum eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Hún heiðraði minningu hans með því að rækta kannabis plöntu í mold sem var blönduð við öskuna hans. 25.11.2024 15:31
Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ástralska stórstjarnan Nicole Kidman segist verða hræddari við dauðann með aldrinum og finnur fyrir aukinni tilvistarkreppu. Hún er þó óhrædd við að vera í góðum tengslum við tilfinningar sínar og finna til. 25.11.2024 14:32
Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Aðventan nálgast óðfluga og virðast stjörnur landsins margar hverjar komnar í jólagírinn. Það var mikið líf í höfuðborginni um helgina þar sem stórtónleikar, kosningapartý, glæpasagnahátíð, afmæli og almennt fjör stóð upp úr. 25.11.2024 10:12
Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða. 24.11.2024 07:00
Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Það var sannkölluð skvísustemning í opnunarteiti nýrrar og betrumbættar verslunar Spúútnik Reykjavík í Kringlunni síðastliðið fimmtudagskvöld. Meðal gesta voru Heiður Ósk eigandi Reykjavík MakeUp School, þjálfarinn Gerða kennd við InShape, Elísabet Gunnars áhrifavaldur og athafnakona, Kolbrún Anna förðunarfræðingur, fyrirsæturnar Nadía Áróra og Helga Þóra og svo lengi mætti telja. 21.11.2024 20:02