Ungmenni séu byrjuð að átta sig á slæmum afleiðingum klámáhorfs Sífellt fleiri nemendur í grunnskólum landsins kjósa að horfa ekki á klám. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg segir það gleðitíðindi þar sem klámáhorf sé tengt vanlíðan barna á grunnskólaaldri. Unglingar fagna betri fræðslu. 5.6.2024 21:19
Einir yngstu garðyrkjubændur landsins eru í Norðlingaholti Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best. 4.6.2024 20:01
Svalir við það að fjúka af húsi í óveðrinu „Veðrið setti strik í ferðir fólks í gærkvöldi og nótt,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu um verkefni slysavarnafélagsins síðastliðinn sólarhring en vont veður hefur verið víða um landið. Að sögn Jóns Þórs var veðrið verst á norð- austur horninu. 4.6.2024 10:45
Biðu eftir strætó sem kemur ekki fyrr en á næsta ári Strætó mun ekki stoppa við Hlemm næsta árið vegna framkvæmda á svæðinu. Markaðsfulltrúi Strætó telur breytingar á leiðakerfinu vera til hins góða fyrir notendur. 3.6.2024 21:01
Batt á sig klút til heiðurs Höllu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ekki kosningavöku líkt og venjan er hjá þeim sem eru í forsetaframbjóðendum. Þess í stað fór hún heim til vinar síns og hafði það rólegt. Slökkt var á sjónvarpinu og rauluðu gestir Kumbaya, My Lord. 2.6.2024 01:55
Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. 28.5.2024 22:51
Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. 28.5.2024 11:30
Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu. 27.5.2024 21:25
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27.5.2024 11:42
Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. 27.5.2024 10:00