Engin hópuppsögn í júlí Vinnumálastofnun barst engin tilkynning um hópuppsögn í júlímánuði. 19.8.2024 15:32
Virðir ekki nálgunarbann og í gæsluvarðhaldi þar til vísað úr landi Karlmaður sem stendur til að vísa úr landi þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til brottflutningurinn er framkvæmdur. Talið er að mikil hætta sé á að hann rjúfi nálgunarbann gagnvart fjórum dætrum sínum. 19.8.2024 15:01
Frost í Reykjavík í nótt Hitastigið fór niður í mínus 0,9 gráður í Víðidal í Reykjavík klukkan sex í morgun. Mælt er í tveggja metra hæð og líklega hefur verið enn kaldara niðri við jörð. 19.8.2024 13:00
Vilja ekki tæma klósettin við Nykurhylsfoss Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur hafnað beiðni landeigenda jarðarinnar Lindarbrekku í Berufirði um að sveitarfélagið styrki innviði fyrir ferðamenn á plani við Nykurhylsfoss. 19.8.2024 12:38
Höfuðkúpubrotnaði í vinnuslysi í Hafnarfirði Maður slasaðist alvarlega í vinnuslysi við Hringhellu í Hafnarfirði á miðvikudag. Hann var að vinna við lagfæringu á hurð á vinnugámi en fékk hurðina með miklu afli í höfuðið á sér. 19.8.2024 12:18
Kaupum meira og meira þrátt fyrir mikla verðbólgu Kortavelta Íslendinga jókst um 3,1 prósent milli ára að raunvirði. Innanlands jókst hún um 1,2 prósent en erlendis um 9,8 prósent. Kortaveltan hefur aukist í hverjum einasta mánuði þetta árið. 19.8.2024 10:48
Aðstæður svipaðar og dagana fyrir síðasta gos Um 110 skjálftar mældust í gær við kvikuganginn í Sundhnúksgígaröðinni. Það er umtalsverð fjölgun skjálfta en í síðustu viku voru þeir sextíu til níutíu á sólarhring. 19.8.2024 10:11
Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17.8.2024 21:00
Gætu þurft að loka Fjölskyldulandi Eigendur Fjölskyldulands gætu þurft að loka náist ekki að snúa erfiðum rekstri við. Eigandinn segir þjónustuna afar mikilvæga, ekki síst fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna til að ná að aðlagast íslensku samfélagi. 13.8.2024 23:13
Starfsmenn Veðurstofunnar í biðstöðu og kvikusöfnun heldur áfram Náttúruvársérfræðingur segir litlar líkur á að gos hefjist innan bæjarmarka Grindavíkur. Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú í biðstöðu og bíða eftir kvikuhlaupi eða eldgosi sem gæti hafist hvenær sem er. 13.8.2024 12:16