Elsta manneskja heims látin Maria Branyas Morera, áður elsta manneskja í heimi, er látin. Hún varð 117 ára og 168 daga gömul. Hún lést í svefni í gær að sögn fjölskyldu hennar. 21.8.2024 13:38
Eitrað fyrir ketti í Sandgerði Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum. 21.8.2024 12:26
Fljúga til Álaborgar næsta sumar Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. 21.8.2024 10:32
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 21.8.2024 10:15
Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan ellefu í hádeginu á morgun. Hún verður í gildi í tíu klukkutíma, til klukkan níu um kvöldið. 20.8.2024 16:44
Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20.8.2024 16:27
Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20.8.2024 15:17
Topparnir hjá hinu opinbera Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. 20.8.2024 15:02
Forstjórarnir sem möluðu gull á síðasta ári Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2023. Guðmundur var með 75 milljónir króna á mánuði í tekjur. 20.8.2024 13:26
Kostar í strætó yfir daginn en ókeypis heim um kvöldið Annað árið í röð munu farþegar Strætó greiða almennt fargjald á Menningarnótt á laugardaginn. Ferðum verður fjölgað hjá fjölda leiða yfir daginn. 20.8.2024 11:06