varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Varað við asa­hláku, hálku og miklum leysingum

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku.

Stjórn­endum fækkar hjá Lyfja­stofnun

Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna.

Varar við að bílar muni sitja fastir

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast.

Ekkert bendir til að kvika sé að safnast saman undir Brenni­steins­fjöllum

Engar mælingar benda til þess að kvika sé að safnast saman eða brjóta sér leið undir Brennisteinsfjöllum. Um tuttugu skjálftar mældust um síðustu helgi milli Húsfells og Bláfjalla. Mikilvægt er þó að hafa í huga að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu séu stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann.

Bein út­sending: Bjarni til svara um Banka­sýsluna og banka­söluna

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Vest­manna­eyja­bær hafi ekki axlað á­byrgð og leysi til sín vatns­­veituna

HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar.

Gengur í hvass­viðri eða storm sunnan­til eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum.

Enginn fari niður í fjöru í Reynis­fjöru

Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólarhringinn og er sérstaklega bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverðar.

Kristján hættir sem fram­kvæmda­stjóri Hér&Nú

Kristján Hjálmarsson hefur ákveðið að hætta sem framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hér og Nú. Hann hyggst einbeita sér að almannatengslum og mun meðal annars áfram vinna náið með viðskiptavinum stofunnar. 

Sjá meira