Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þakk­látir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Út­­skýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“

Karla­lið FH í hand­bolta tekur á móti sænsku meisturunum í Sa­vehof í 3.um­ferð Evrópu­deildarinnar í Kapla­krika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brott­hvarf stór­stjörnunnar Arons Pálmars­sonar. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með á­kvörðun hans og sam­gleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð.

Lætin í Kópa­vogi til skoðunar hjá KKÍ

Lætin sem áttu sér stað í hálf­­­leik í leik Grinda­víkur og Hattar í 3.um­­­ferð Bónus deildar karla í körfu­­bolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leik­­maður Grinda­víkur sló í and­lit Cour­voisi­er Mc­­Caul­ey leik­­manns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfu­knatt­­leiks­­sam­bandi Ís­lands. Þetta stað­festir fram­kvæmda­stjóri sam­bandsins í sam­tali við Vísi.

Fót­­boltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkur­kýr fé­lagsins“

Eftir tuttugu og eins árs feril í em­bætti formanns knatt­spyrnu­deildar Vals hefur Börkur Ed­vards­son á­kveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnar­setu á komandi haust­fundi fé­lagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fót­boltanum hjá Val í fram­tíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fót­boltinn sé mjólkur­kýr félagsins.

Martin fékk ó­vænt sím­tal á fæðingar­deildinni

Martin Her­manns­son, lands­liðs­maður í körfu­bolta og leik­maður Alba Ber­lín, birtist í skemmti­legu inn­slagi hjá Dyn Basket­ball þar sem að hann upp­lýsti hvert væri þekktasta nafnið í síma­skránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrr­verandi NBA leik­maður Tony Parker sem varð fjór­faldur NBA meistari á sínum ferli.

Andrea setur met á EM í dag: „Við stefnum á fyrsta sætið“

Með því að hefja leika með ís­lenska kvenna­lands­liðinu í hóp­fim­leikum á Evrópu­mótinu í Bakú í dag mun Andrea Sif Péturs­dóttir, fyrir­liði liðsins setja móts­met. Hún er bjart­sýn á að Ís­land geti unnið til gull­verð­launa á mótinu.

Vanda­samt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni.

Sjá meira