Ten Hag mun ekki gefa sig: Krefst afsökunarbeiðni frá Sancho Erik ten Hag, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, vill fá afsökunarbeiðni frá Jadon Sancho, leikmanni félagsins, áður en hann snýr aftur í aðalliðið hjá Rauðu djöflunum. Sancho æfir nú einn síns liðs vegna agabrots. 15.9.2023 07:25
Yfirlýsing Manchester United: Sancho fær ekki að æfa með aðalliðinu Jadon Sancho, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United mun æfa einn, fjarri aðalliði félagsins vegna agavandamáls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá enska úrvalsdeildarfélaginu. 14.9.2023 14:43
Heldur vart vatni yfir Ísaki sem hefur komið inn af krafti í Þýskalandi Óhætt er að segja að íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi náð að heilla þjálfara Fortuna Dusseldorf upp úr skónum á sínum fyrstu mánuðum hjá félaginu. Daniel Thioune, þjálfari liðsins, á erfitt með að skilja hvernig Fortuna hafi náð að krækja í leikmann sem ætti með öllu réttu að vera spila á hærra gæðastigi. 14.9.2023 14:30
Einn af helstu stjórnendum Arsenal lætur af störfum eftir tímabilið Vinai Venkatesham, framkvæmdastjóri Arsenal, mun láta af störfum hjá félaginu eftir yfirstandandi tímabil. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu. 14.9.2023 14:00
Sjáðu sigurmark Þór/KA í uppbótatíma sem tryggði Val titilinn Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lánlausu liði Breiðabliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Sigurmark Þór/KA kom í uppbótatíma seinni hálfleiks en úrslit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, þriðja tímabilið í röð. 14.9.2023 11:00
Móðir Maguire tjáir sig: „Óska þess að enginn verði fyrir svona aðkasti“ Móðir Harry Maguire, leikmanns enska landsliðsins í fótbolta og Manchester United, segir það taka mjög á að horfa upp á hann þurfa að ganga í gegnum það aðkast sem beint hefur verið að honum undanfarið. Hún óski engum að ganga í gegnum það sem sonur hennar er að ganga í gegnum. 14.9.2023 10:31
Rýfur þögnina eftir áfallið mikla: „Er gjörsamlega niðurbrotinn“ Aaron Rodgers, leikstjórnandi New York Jets, sem verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið hásin í fyrstu umferð NFL deildarinnar á , þakkar fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum fyrir sig. Hann segist munu rísa enn á ný. 14.9.2023 10:01
Hinn 78 ára Þorgeir sýndi snilldartakta í beinni: Sló út meistara og vann riðilinn Það má með sanni segja að Þorgeir Guðmundsson, 78 ára gamall pílukastari og KR goðsögn, hafi átt sviðið í gær í Úrvalsdeildinni í pílukasti þegar að keppni í C-riðli fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 14.9.2023 09:30
Elvar framlengir dvöl sína í Danmörku: Áhuginn mikill frá öðrum liðum Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Elvar Ásgeirsson, hefur framlengt dvöl sína í Danmörku hjá úrvalsdeildarfélaginu Ribe-Esbjerg til ársins 2026. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu í morgun. 14.9.2023 09:01
Óvissa uppi um næstu skref hjá Ara Frey: „Eina sem ég hef lifað fyrir“ Samningur Ara Freys Skúlasonar, atvinnumanns og fyrrum landsliðsmanns Íslands í fótbolta, við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Óvissa er uppi um framhaldið. 14.9.2023 08:30