Hinn 78 ára Þorgeir sýndi snilldartakta í beinni: Sló út meistara og vann riðilinn Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 09:30 Þorgeir Guðmundsson tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gærkvöldi og sýndu um leið magnaða takta. Vísir/Skjáskot Það má með sanni segja að Þorgeir Guðmundsson, 78 ára gamall pílukastari og KR goðsögn, hafi átt sviðið í gær í Úrvalsdeildinni í pílukasti þegar að keppni í C-riðli fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi. Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi.
Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira