Hinn 78 ára Þorgeir sýndi snilldartakta í beinni: Sló út meistara og vann riðilinn Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 09:30 Þorgeir Guðmundsson tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gærkvöldi og sýndu um leið magnaða takta. Vísir/Skjáskot Það má með sanni segja að Þorgeir Guðmundsson, 78 ára gamall pílukastari og KR goðsögn, hafi átt sviðið í gær í Úrvalsdeildinni í pílukasti þegar að keppni í C-riðli fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi. Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sjá meira
Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi.
Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sjá meira