Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hareide frétti af á­kvörðun Vöndu í gær

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar var hann meðal annars spurður út í væntanlegt brotthvarf Vöndu Sigurgeirsdóttur úr formannsembættinu hjá KSÍ.

Vill sjá ís­lenska lands­liðið spila mikil­vægan heima­leik í Mal­mö

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann var meðal annars spurður út í stöðuna á Laugardalsvelli og þá ákvörðun KSÍ að óska eftir því að leika mikilvæga leiki utan landssteinanna í mars á næsta ári. 

Líkir stöðu Alberts við þá sem hann kynntist hjá Salah

Hollenski miðju­maðurinn Kevin Stroot­man fer fögrum orðum um sam­herja sinn hjá ítalska úr­vals­deildar­fé­laginu Genoa, Ís­lendinginn Albert Guð­munds­son. Albert hefur farið á kostum á yfir­standandi tíma­bili og er Stroot­man hræddur um að Ís­lendingurinn verði ekki lengi á mála hjá Genoa í við­bót, haldi hann á­fram að spila svona.

Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki á­huga

Ljóst er að kosið verður um nýjan for­mann Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði lands­lagið hjá ein­stak­lingum sem hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð hjá KSÍ eða verið í um­­ræðunni í tengslum við em­bættið undan­farin ár.

Bald­vin setur stefnuna á Ólympíu­­leikana: „Væri al­gjör draumur“

Ís­­lenski lang­hlauparinn Bald­vin Þór Magnús­­son hefur átt afar góðu gengi að fagna á árinu og sett fjögur ný Ís­lands­­met. Í 5000 metra hlaupi innan­­húss, í mílu innan­­húss, 1500 metra utan­­húss og 3000 metra hlaupi utan­­húss. Það er aðal­­­lega löngun Bald­vins í að bæta sig í sí­­fellu, fremur en löngun hans í Ís­lands­­met sem ýtir undir hans árangur upp á síð­kastið og hefur hann nú sett stefnuna á að upp­­­fylla draum sinn um að komast á Ólympíu­­leikana.

„Við verðum að nýta tímann vel“

Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnús­son, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðsla­tíma­bil og nálgast nú hrað­byri topp­form. Hann verður í eld­línunni með ís­lenska lands­liðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs lands­liðs­þjálfara, Snorra Steins Guð­jóns­sonar gegn Fær­eyjum.

Sjá meira