Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bana­slys á Suður­lands­vegi eftir grjót­hrun

Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Vilja út­hýsa einkaþotum og þyrlum

Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi.

Segir ÍR að slökkva á skiltinu

Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Íþróttafélags Reykjavíkur slökkvi á ljósaskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti. Í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir ÍR að skiltið sé mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins.

Halla­rekstur stöðvaður á næstu tveimur árum

Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir.

Jagúar, skraut­leg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“

Tveir menn sem fóru erlendis til þess að sækja gamla Jagúar-bifreið, sem innihélt mesta magn kristal-metamfetamíns sem fundist hefur hér á landi, áttu aðeins að fá hálfa milljón króna greidda fyrir. Götuvirði efnanna er sagt tvö hundruð milljónir króna. Mennirnir eru heimilislausir og bjuggu saman í bíl áður en þeir voru handteknir. 

Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum

Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar.

Samgöngustofa gefur grænt ljós á flug­brautina

Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun.

Skip­stjóri Höddu hafi ekki gætt að sér

Samverkandi þættir urðu til þess að fraktskipið Longdawn og tryllan Hadda rákust saman við Garðskaga í maí í fyrra. Skipstjóra Höddu bar að víkja fyrir skipinu og hann fylgist ekki nægilega vel með stefnu bátsins. Skipstjóri Longdawn var hins vegar drukkinn eða mjög drukkinn þegar áreksturinn varð og hefur hlotið dóm fyrir.

Sjá meira