Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sló met Rashford og varð sá yngsti

Myles Lewis-Skelly hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarna mánuði. Hann var settur í byrjunarliðið í sínum fyrsta landsleik í gær, skoraði eftir aðeins tuttugu mínútur og bætti í leiðinni met sem Marcus Rashford hefur haldið síðan 2016.

Meiddur í fimmta sinn á tíma­bilinu

Ítalski landsliðsmaðurinn Riccardo Calafiori, leikmaður Arsenal, er mættur aftur til Lundúna eftir að hafa meiðst í leik gegn Þýskalandi í gærkvöldi.

Skoraði í fyrsta lands­leiknum

England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik.

„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“

Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu.

Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni

Grótta vann öruggan níu marka sigur, 30-21, gegn Stjörnunni í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Þetta var þriðji sigur Gróttu á tímabilinu og gefur liðinu betri möguleika á að halda sér uppi í úrvalsdeildinni.

Andrea skaut Blikum á­fram í úr­slita­leikinn

Breiðablik vann 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli í undanúrslitum Lengjubikars kvenna og mun mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleik. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok. 

Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í endurkomu sinni úr meiðslum í 30-33 tapi Magdeburg gegn Füchse Berlin. Ómar Ingi Magnússon er einnig að stíga sín fyrstu skref aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og tók þátt í leik kvöldsins, en komst ekki á blað.

Sjá meira