Sylvía Hall

Sylvía var fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lög­regla telur sig vera nær því að upp­lýsa málið

Lögreglan telur sig vera nær því að upplýsa um morðið í Rauðagerði fyrir rúmri viku síðan, en yfirheyrslur fóru fram um helgina og vinnur lögregla að því að kortleggja ferðir sakborninga. Til skoðunar er hvort einhverjir hópar tengist málinu.

Velti fyrir sér hvernig höfuð­paurarnir gátu leikið lausum hala

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa.

Höfða mál gegn orku­fyrir­tækjum eftir að ellefu ára sonur þeirra lést

Fjölskylda hins ellefu ára gamla Cristian Pineda hefur höfðað skaðabótamál gegn orkufyrirtækjum í Texas eftir að sonur þeirra lést í vetrarstormunum sem hafa gengið yfir suðurríki Bandaríkjanna. Telja þau son sinn hafa dáið úr lungnabólgu, en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir.

Vilja opna rannsókn á morði Malcolm X

Dætur Malcolm X vilja að rannsókn á morði föður þeirra verði opnuð að nýju vegna nýrra sönnunargagna í málinu. Malcolm X var þekktur fyrir réttindabaráttu sína í Bandaríkjunum, en hann var skotinn til bana þennan dag, 21. febrúar, árið 1965.

Þakkar FKA Twigs fyrir að opna sig um of­beldið

Leikkonan Margaret Qualley þakkaði söngkonunni FKA Twigs fyrir að stíga fram varðandi sögu sína um ofbeldi sem hún segir leikarann Shia LaBeouf hafa beitt sig í sambandi þeirra. Qualley var orðuð við leikarann á þeim tíma er söngkonan steig fyrst fram með ásakanirnar í janúar.

Ó­sætti eftir að borgar­stjóri Lyon tók út kjöt­mál­tíðir í skólum

Grégory Doucet, borgarstjóri frönsku borgarinnar Lyon, ákvað að ekkert kjöt yrði á matseðli skóla í borginni til þess að einfalda matarþjónustu skóla vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskur og egg er þó áfram hluti af skólamáltíðum, en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan nokkra ráðamenn.

Segir Armi­e Hammer hafa „merkt sig“ og dreift nektar­myndum í ó­leyfi

Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Paige Lorenze segir leikarann Armie Hammer hafa rist upphafsstaf sinn við lífbein hennar og síðar sleikt blóðið í burtu. Lorenze, sem var kærasta Hammer undir lok síðasta árs, hefur áður greint frá því að hann hafi dreift nektarmyndum af henni án hennar leyfis.

Sjá meira